Heilsusamfélag í Hveragerði

Lindarbrún er heilsusamfélag í 84 sjálfbærnivottuðum íbúðum í nálægð við Heilsustofnun í Hveragerði. 

Náttúrulækningafélag Íslands hefur um árabil leitað leiða til að bæta húsakost Heilsustofnunar og skjóta styrkari stoðum undir rekstur hennar.  Bygging íbúða á landi Heilsustofnunar fyrir einstaklinga sem vilja njóta öryggis og þjónustu Heilsustofnunar er einstakt tækifæri fyrir þá sem setja góða heilsu og vellíðan í öndvegi og mun um leið efla starfsemi Heilsustofnunar.

Allur afrakstur af byggingu og sölu á íbúðum við Lindarbrún mun renna til að endurnýja meðferðaraðstöðu og bæta aðra aðstöðu Heilsustofnunar og hið sama á við um aðra uppbyggingu á lóðinni í framtíðinni, svo sem bygging fleiri íbúða, fjölgun gistirýma á Heilsustofnun og möguleg uppbygging á heilsudvalarstað.

Sjálfbærnivottaðar íbúðir

Glæsilegar íbúðir í nágrenni við helstu útivistarsvæði Hveragerðis með einstakan þjónustusamning við Heilsustofnun.

  • 18 íbúðir eru í fyrsta áfanga, frá 80-176 fermetrar með geymslu.
  • Stæði í bílakjallara og aðgengi að lyftum í öllum íbúðum.

Hugmyndafræði Heilsustofnunar

Íbúar Lindarbrúnar verða með þjónustusamning við Heilsustofnun sem mun styðja íbúa í að bera ábyrgð á eigin heilsu. En allt frá upphafi hefur Heilsustofnun verið í fararbroddi á Íslandi í fyrirbyggjandi aðferðum til betri heilsu og meðvitundar um hollan lífstíl.

Einstök tengsl við náttúruna 

Hveragerði hefur mikla sérstöðu þegar kemur að friðsæld og nátturulegu umhverfi. Hverasvæðið er einstakt og nærveran við Varmá,  sem liðast í gegnum bæinn og bakgarð Lindarbrúnar, tengir nátturuna saman við heilsueflandi umhverfi.

Framtíðarsýn – Kynningarmyndband

Hér gefur að líta þá framtíðarsýn sem Lindarbrún er ætluð.

Byggt verður nýtt meðferðahús og húsnæði Heilsustofnunar verður endurnýjað. Gestaherbergjum við stofnunina verður einnig fjölgað um nærri 40%.

Íbúðirnar eru teiknaðar af arkitektastofunni Arkþing Nordic og verkfræðistofunnar Eflu. Byggingaraðili er Þingvangur.

Sjónvarpsþáttur um verkefnið

Nýverið kom út sjónvarpsþáttur á sjónvarpsstöðinni Hringbraut um uppbyggingu Lindarbrúnar. Hin þjóðþekkta fréttakona, Elín Hirst, kom á staðinn við fyrstu skóflustunguna 2. maí 2022.

Það var hluti af sjónvarpsþættinum tekinn upp auk þess sem verkefni við Lindarbrún voru gerð góð skil.

Viltu vita meira?

Framkvæmdir við fyrsta áfanga við Lindarbrún hófust í maí 2022 og má gera ráð fyrir að byggingartími taki rúmlega tvö ár.

Með því að skrá sig á póstlistann færðu sendar upplýsingar, þ.m.t. skilalýsingu, stærð og verð, áður en íbúðirnar fara í almenna sölu.