Sjálfbærnivottaðar íbúðir

Sjálfbærnivottaðar íbúðir í heilsusamfélagi

Við byggingu á vistvænu íbúðahúsnæði við Lindarbrún var ákveð

ið að innleiða á Íslandi LEED vottunarkerfið (Leadership in Energy and Environmental Design)

Þegar kemur að heilsu og vellíðan skiptir nærumhverfi miklu máli og því verða íbúðirnar sjálfbærnivottaðar með LEED vottunarkerfinu. Sjálfbært húsnæði er ekki eingöngu heilnæmt þar sem áhersla er m.a. lögð á orkunýtni, vatnsvernd, loftgæði innandyra og sjálfbær byggingarefni sem stuðlar að lægri rekstrarkostnaði, heldur er vistspor lágmarkað, bæði í framkvæmdum og yfir líftíma húsnæðisins.

Vottunarkerfið er leiðandi á alþjóðavísu og á rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna. Kerfið byggir á aðferðafræði US Green Building Council og sjá innlendir og erlendir ráðgjafar um vottunarferlið í nánu samstarfi við hönnuði og verktaka.

LEED vottunin byggir á kröfum sem tryggja heilsusamlegar, umhverfislega jákvæðar og rekstrarlega hagkvæmar vistvænar byggingar.

Íbúðirnar eru teiknaðar af arkitektastofunni Nordic office of architecture ehf, verkfræðihönnun Efla hf og byggingaraðili Þingvangur ehf.

Samantekt á heilsusamfélaginu
  • 84 íbúðir
  • Stærðir íbúða á bilinu 88 m2 – 175 m2 með geymslu
  • Stæði í bílakjallara
  • Aðgengi að lyftum fyrir allar íbúðir
  • Fimm klasar – tveggja hæða hús
  • Miðað er við íbúa 55 ára og eldri
  • Þjónustusamningur við Heilsustofnun
Heilsa og vellíðan

Þegar kemur að heilsu og vellíðan skiptir nærumhverfi miklu máli. Við verjum mesta hluta lífs okkar heima hjá okkur og því er mikilvægt að heimili okkar séu nærandi og friðsæl og styðji okkar heilsu og vellíðan. Þættir sem falla undir heilsu og vellíðan í sjálfbærnivottuðu húsnæði eru t.a.m. dagsbirta, lýsing, varmavist, hljóðvist og loftgæði. Þá er almennt minni þörf á viðhaldi og endurbótum á sjálfbært vottuðum húsnæðum.

Efnahagslegur ávinningur

Sjálfbært húsnæði er ekki eingöngu heilnæmt, heldur stuðlar einnig að lægri rekstrarkostnaði þar sem m.a. er horft til orkusparandi lausna í einangrun og upphitun. Þá eru lánastofnanir margar hverjar byrjaðar að veita kaupendum hagstæðari íbúðarlán á sjálfbærnivottuðum byggingum og falla þessar íbúðir undir græna lánaramma hjá þeim sem sett hafa þá upp.

Umhverfislegur ávinningur

Við framkvæmd á sjálfbæru/vistvænu húsnæði verður til umhverfislegur ávinningur. Ítarleg eftirfylgni er á framkvæmdartíma þar sem m.a. er verið að vakta og mæla flutning á efni og flokkun úrgangs, aukin áhersla er á vistvænt efnisval og efnislosun gróðurhúsalofttegunda er lágmörkuð.

LEED vottunarkerfi

Við byggingu á vistvænu húsnæði verður notast við LEED (Leadership in Energy and Environmental Design) vottunarkerfið sem er leiðandi á alþjóðavísu og á rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna. Kerfið byggir á aðferðafræði US Green Building Council og munu innlendir og erlendir ráðgjafar frá Ernst&Young (EY) sjá um vottunarferlið í nánu samstarfi við hönnuði og verktaka. LEED vottunin byggir á kröfusetti sem tryggir heilsusamlegar, umhverfislega jákvæðar og rekstrarlega hagkvæmar vistvænar byggingar.

Viltu vita meira?

Framkvæmdir við fyrsta áfanga við Lindarbrún hófust í maí 2022 og má gera ráð fyrir að byggingartími taki rúmlega tvö ár. Með því að skrá sig á póstlistann færðu sendar upplýsingar, þ.m.t. skilalýsingu, stærð og verð, áður en íbúðirnar fara í almenna sölu.