Hveragerði

Einstök náttúra í nágrenni við höfuðborgarsvæðið

Heilsusamfélagið er staðsett í Hveragerði. Sveitarfélagið hefur algjöra sérstöðu þegar kemur að friðsælu umhverfi í einstakri íslenskri náttúru, umkringt hverum og Varmá og eingöngu í 30 mínútna akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.

  • Nálægð við náttúru: Það eru fjölmargar gönguleiðir í nágrenni Hveragerðis, þar á meðal hin fræga gönguleið að heitu ánni í Reykjadal
  • Afþreying: Sundlaugin í Laugaskarði er staðsett á skjólsælu svæði norðan Varmár,  stutt í 9 holu golfvöll auk úrval af veitingastöðum og kaffihúsum
  • Nýlenda listamanna: Hveragerði hefur lengi verið þekkt fyrir framlög sín og stuðning til listafólks og hlaut Listasafn Árnesinga í Hveragerði t.a.m. verðlaunin „Besta safn Íslands“ árið 2018.
  • Hamingjusamt samfélag: Fólk sem býr í Hveragerði hefur ítrekað viðurkennt að það sé ánægt með samfélag sitt, þjónustu og umhverfi
  • Afslappandi og fallegt umhverfi: Umhverfi Hvergerðis einkennist af einstakri og fallegri náttúru og afslappandi andrúmslofti. Um 3.000 manns búa í sveitarfélaginu.
  • Blómabærinn: Garðyrkja hefur frá upphafi verið ein helsta atvinnugrein Hveragerðis og bæjarhátíðin Blóm í bæ haldin hátíðleg ár hvert.

Viltu vita meira?

Framkvæmdir við fyrsta áfanga við Lindarbrún hófust í maí 2022 og má gera ráð fyrir að byggingartími taki rúmlega tvö ár. Með því að skrá sig á póstlistann færðu sendar upplýsingar, þ.m.t. skilalýsingu, stærð og verð, áður en íbúðirnar fara í almenna sölu.

Skráning á póstlista

Framkvæmdir við fyrsta áfanga við Lindarbrún hófust í maí 2022 og má gera ráð fyrir að byggingartími taki rúmlega tvö ár.
Með því að skrá sig á póstlistann færðu sendar upplýsingar, þ.m.t. skilalýsingu, stærð og verð, áður en íbúðirnar fara í almenna sölu.