Sjálfbærni

Heilsa og vellíðan

Þegar kemur að heilsu og vellíðan skiptir nærumhverfi miklu máli. Við verjum mesta hluta lífs okkar heima hjá okkur og því er mikilvægt að heimili okkar séu nærandi og friðsæl og styðji okkar heilsu og vellíðan. Þættir sem falla undir heilsu og vellíðan í sjálfbærnivottuðum húsnæðum er t.d. dagsbirtuútreikningar, lýsing, varmavist, hljóðvist og loftgæði. Þá er almennt minni þörf á viðhaldi og endurbótum á sjálfbært vottuðum húsnæðum.

Efnahagslegur ávinningur

Sjálfbær húsnæði eru ekki eingöngu heilnæm, heldur stuðla einnig að lægri rekstrarkostnaði þar sem m.a. er horft til orkusparandi lausna í einangrun og upphitun. Þá eru ánastofnanir margar hverjar byrjaðar að veita kaupendum hagstæðari íbúðarlán á sjálfbærnivottuðum byggingum og falla þessar íbúðir undir græna lánaramma hjá þeim sem sett hafa þá upp.

Umhverfislegur ávinningur

Ýmsir umhverfislegir ávinningar fylgja framkvæmdum á sjálfbærum húsnæðum. Ítarleg eftirfylgni er á framkvæmdartíma þar sem m.a. er verið að vakta og mæla flutning á efni og flokkun úrgangs, aukin áhersla er á vistvænt efnisval og efnislosun gróðurhúsalofttegunda er lágmörkuð.

XXX Vottunarkerfi

Notast verður við XXX vottunarkerfið. Gæðastjórnunartæki fyrir eigendur og uppbyggingaraðila mannvirkja

Skráning á póstlista

Áætlað er að framkvæmdir við fyrsta áfanga við Lindarbrún hefjist í maí 2022 og er byggingatími allt að 15 mánuðir.

Með því að skrá sig á póstlistann færðu sendar upplýsingar, þ.m.t. skilalýsingu, stærð og verð, áður en íbúðirnar fara í almenna sölu.