Hvað er innifalið í þjónustusamningnum?

Samningur er við alla íbúa um ákveðna þjónustu sem er veitt af Heilsustofnun. Lögð er áhersla á öryggi, vellíðan, félagslega þætti og að fólk tileinki sér heilbrigðan lífstíl.

Þjónustustjóri starfar á Heilsustofnun og er tengiliður við íbúa.

Öryggi og heilsa

  • Öryggishnappur og brunakerfi
  • Nætureftirlit á svæðinu
  • Fræðsla og félagsstarf
  • Heilsufarsskoðun og viðtal við sérfræðing
  • Hóptímar, s.s. vatnsleikfimi, skipulögð ganga, jóga

Aðstaðan

  • Baðhúsið Kjarnalundur
  • Úti- og innisundlaugar, heitir og
  • kaldir pottar, sauna, víxlböð
  • Líkamsræktarsalur
  • Fundasalir

Umhirða

  • Garðsláttur, laufhreinsun, arfahreinsun, trjáklippingar
  • Snjómokstur og hálkuvarnir á göngustígum
  • Þrif á sameign

Sérkjör af annarri þjónustu

  • Matstofa Jónasar, heilsusamlegt og fjölbreytt úrval góðum grænmetisréttum og fiski
  • Læknisfræðileg endurhæfing
  • Einstaklingmeðferðir, s.s. heilsunudd, nálastungur og leirböð
  • Ýmis námskeið og viðburðir